Sport

Dag­­skráin í dag: Reykja­víkurs­lagur í Bestu, úr­slita­keppni í Subway og NBA á­samt alls­konar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru í beinni.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru í beinni. vísir/diego

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. Við bjóðum upp á Bestu deild karla í fótbolta, úrslitakeppni karla í körfubolta, NBA-deildina í körfubolta og þar fram eftir götunum.

Stöð 2 Sport

Valur tekur á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Um er að ræða fyrsta leik liðanna.

Klukkan 22.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir leikina í undanúrslitum Subway-deildar karla.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir síðustu leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 tekur Genoa á móti Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Albert Guðmundsson er lykilmaður Genoa.

Stöð 2 Sport 5

Valur tekur á móti Fram í Reykjavíkurslag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn hefst 18.00 en útsending tíu mínútum fyrr, klukkan 17.50.

Klukkan 21.15 er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir 4. umferð í Bestu deild karla.

Vodafone Sport

Klukkan 18.55 tekur Preston North End á móti Leicester City í ensku B-deild karla í fótbolta.

Klukkan 22.15 er leikur Yankees og Orioles í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Stjörnunnar í Bestu deild karla á dagskrá.

Stöð 2 ESport

Klukkan 20.00 er GameTíví á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×